Áhersluatriði ársreikningaskrár og verðbréfaeftirlits Evrópu
Verðbréfaeftirlit Evrópu (ESMA) hefur birt áhersluatriði í eftirliti með reikningsskilum útgefenda í kauphöllum fyrir næsta ár. Áhersluatriði ESMA má nálgast hér.
Ársreikningaskrá mun þann 16. desember birta áhersluatriði sín í eftirliti fyrir þau félög sem beita ársreikningalögum og vera með kynningu á áhersluatriðunum þann sama dag. Kynningin verður í húsnæði Skattsins að Katrínartúni 6 kl. 9:15 -10:00. Hér er hægt að skrá sig á kynninguna sem verður jafnframt aðgengileg í streymi og tekin upp.
Eins og segir hér á heimasíðu Skattsins þá eru áhersluatriðin hugsuð fyrir fólk sem kemur að gerð ársreikninga og endurskoðendur. Ársreikningaskrá hvetur því stjórnendur og þá sérstaklega fjármálastjóra og forstöðumenn reikningshaldssviða ásamt endurskoðendum til að kynna sér efni áhersluatriðanna.
