Árangur sem erfiði

Formaður FLE afhenti þremur nýútskrifuðum meistaranemum í reikningsskilum og endurskoðun, viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur árið 2014.

Þrír nýútskrifaðir meistaranemar í reikningsskilum og endurskoðun, hlutu viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur árið 2014.  Það voru þau Brynja Kristjánsdóttir, Halldóra Ágústa Pálsdóttir og Gísli Jóhannsson sem hlutu viðurkenningar en þær eru veittar í samstarfi Viðskiptafræðideildar og Félags löggiltra endurskoðenda.

Það voru þeir  J. Sturla Jónsson fyrir hönd Félags löggiltra endurskoðenda, Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar og Einar Guðbjartsson, dósent við Viðskiptafræði, sem afhentu viðurkenningarnar. Hér að neðan má sjá hópinn sem afhenti og fékk viðurkenningu. 

Frá afhendingu námsviðurkenningarFrá ráðstefnu HÍ