Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa

Þriðjudaginn sjötta júlí birtist auglýsing frá prófnend Endurskoðendaráðs um próf til endurskoðendastarfa. Prófin verða í tveimur hlutum og dreifast á þrjá daga svona:

Próf í endurskoðun og reikningsskilum verða 8. og 11. október.
Próf í skattalögum, félagaarétti, kostnaðarbókhaldi og stjórnendareikningsskilum 15. október.

Umsóknum um próftöku skal skila fyrir laugardaginn 7. ágúst til formanns prófnefndar, Jóns Arnari Baldurs sem svarar öllum spurningum vegna prófanna jon.a.baldurs@gmail.com. Hér að neðan er auglýsingin.