Aukin aðsókn í meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun
13.05.2025
Nýlega lauk umsóknarfresti fyrir meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun fyrir næsta haust. Það er ánægjulegt að segja frá því að mikil aukning hefur orðið milli ára í umsóknum, bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum í Rvík. Verið er að vinna úr umsóknum og því er ekki ljóst á þessari stundu hversu margir nemendur munu hefja nám í haust en að öllum líkindum verða þeir töluvert fleiri en undanfarin ár.