Bækurnar Löggiltir endurskoðendur

Félagið hefur gefið út tvær bækur um löggilta endurskoðendur. Félagið hefur á árunum 2009-11 ráðist í stórvirki með útgáfu bóka um löggilta endurskoðendur. Fyrra bindið ber heitið:  Æviskrár löggiltra endurskoðenda 1929-2010 og er tekin saman af Gunnlaugi Haraldssyni. Sú seinni: Saga félags löggiltra endurskoðenda er skrifuð af Kristjáni Sveinssyni sagnfræðingi. Bækurnar eru til sölu hjá FLE og kosta saman kr. 8000 en stakar bækur kosta kr. 4.000. Hægt er að kaupa bækurnar með því að hringja í síma FLE 568 8118 eða senda tölvupóst á fle@fle.is