Breytingar í vændum

Prófstjórn samþykkir umsóknir 21 sem vilja þreyta löggildingarprófin. Nokkrar breytingar eru í vændum samkvæmt Árna Tómassyni prófstjóra. Jón Rafn Ragnarsson og Ásbjörn Björnsson hætta í prófstjórninni og í staðinn fyrir þá koma nýir inn, þeir Hólmgrímur Bjarnason í Deloitte og Steingrímur Sigfússon KPMG. Þá er ætlunin að leyfa þeim sem þreyta prófið að vera með eigin tölvur í prófinu ef mögulegt er - sem leysir plássvandamálið í tölvustofunum, en það hefur verið umkvörtunarefni fyrri ára.