Drög að frumvarpi til laga um endurskoðendur og endurskoðun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt fram drög að frumvarpi til laga um endurskoðendur og endurskoðun þar sem óskað er eftir samráði í formi umsagna.  Hér í samráðsgáttinni má nálgast drögin að frumvarpinu 

Verður opið fyrir umsagnir til 9. október n.k. Félagsmenn eru hvattir til að lesa drögin og senda inn ábendingar eða athugasemdir sem ráðuneytið mun yfirfara og eftir atvikum taka tillit til áður en formlegt frumvarp er sent Nefndasviði Alþingis og í framhaldinu lagt fram á Alþingi, en stefnt er að því að það verði í byrjun nóvember.