Átta bætast í hóp löggiltra endurskoðenda

Frá vinstri: María Kristín Rúnarsdóttir, Fríða Rúnarsdóttir, Eyjólfur Bjarni Sigurjónsson, Garðar Þó…
Frá vinstri: María Kristín Rúnarsdóttir, Fríða Rúnarsdóttir, Eyjólfur Bjarni Sigurjónsson, Garðar Þór Stefánsson, Haukur Páll Guðmundsson. Erna Aðalheiður Karlsdóttir, Brynja Dögg Guðjónsdóttir og Sindri Freyr Gíslason

Nýir löggiltir endurskoðendur fengu löggildinguna sína afhenta við útskrift í gær, 16. desember. Átta náðu báðum prófunum og kynjahlutfall er jafnt. Þau koma öll frá stóru endurskoðunarfyrirtækjunum, frá Deloitte koma: Haukur Páll Guðmundsson, Garðar Þór Stefánsson, Eyjólfur Bjarni Sigurjónsson og Erna Aðalheiður Karlsdóttir, frá EY koma þau: Brynja Dögg Guðjónsdóttir og Sindri Freyr Gíslason og frá KPMG þær: María Kristín Rúnarsdóttir, og Fríða Rúnarsdóttir. 

Hér kemur smá tölfræði frá Endurskoðendaráði, en samkvæmt þeim þreyttu 15 fyrra prófið (endurskoðun og reikningsskil) og náðu 11, en 25 þreyttu seinna prófið (skattalög, félagaréttur, kostnaðarbókhald og stjórnendareikningsskil) og náðu 10. FLE óskar öllum nýjum endurskoðendum til hamingju með áfangann og hvetur þá til að ganga í félagið.