FLE blaðið komið út

FLE blaðið er komið út og unnið er að því að senda blaðið til félagsmanna. Félag löggiltra endurskoðenda sendir nú frá sér 45. tölublaðið, en blaðið hefur verið gefið út árlega frá árinu 1978. SKOÐA BLAÐIÐ HÉR. Blaðið er gefið út á bæði prentuðu og rafrænu formi, en blaðið er sent á prentuðu formi til allra félagsmanna auk þess sem því er dreift til ýmissa stofnanna og fyrirtækja. Í blaðinu eru margar áhugaverðar greinar eins og um sjálfbærniupplýsingar og kröfur á endurskoðendur, hlunnindamat vegna íbúðarhúsa og frístundahúsa, fjármagn í álögum, kynningar á netlausnum ofl.