FLE og HÍ verðlauna meistaranema

Verðlaunahafar ásamt Margréti Pétursdóttur, Runólfi Smára Steinþórssyni og Einari Guðbjartssyni. Myn…
Verðlaunahafar ásamt Margréti Pétursdóttur, Runólfi Smára Steinþórssyni og Einari Guðbjartssyni. Myndin er fengin af vef HÍ.

FLE og HÍ verðlauna þrjá nýútskrifaða meistaranema í reikningsskilum og endurskoðun fyrir frábæran námsárangur á árinu 2015.  Viðurkenningarnar eru veittar á ráðstefnu HÍ 27. nóvember, í samstarfi Viðskiptafræðideildar og Félags löggiltra endurskoðenda.

Nemendurnir eru þær Gunnhildur Hlín Snorradóttir sem fékk fyrstu verðlaun kr.100.000, Drífa Valdimarsdóttir sem hlaut önnur verðlaun kr.50.000 og Dýrleif Halla Jónsdóttir sem hlaut þriðju verðlaun kr. 50.000.

Það voru þau Margrét Pétursdóttir formaður Félags löggiltra endurskoðenda,  Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar, og Einar Guðbjartsson, dósent við Viðskiptafræði, sem afhentu viðurkenningarnar.

FLE óskar nemendunum innilega til hamingju með árangurinn.