FLE veitir annan styrk

Margrét Pétursdóttir formaður FLE skrifar undir styrksamning með Einari Guðbjartssyni til vinstri og…
Margrét Pétursdóttir formaður FLE skrifar undir styrksamning með Einari Guðbjartssyni til vinstri og Jóni Snorra Snorrasyni til hægri.

Námsstyrkja- og rannsóknarsjóður FLE veitir að þessu sinni styrk til Háskólans á Bifröst vegna samanburðarrannsóknar á endurskoðunarnefndum, starfsumhverfi þeirra og umfangi sem Einar Guðbjartsson og Jón Snorri Snorrason standa að. Einar er dósent og forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun við viðskiptafræðideild HÍ og Jón Snorri er lektor í Háskólanum á Bifröst. Heildarfjárhæð styrksins er ein og hálf milljón. 

Meginmarkmið verkefnisins er að safna gögnum um starfshætti endurskoðunarnefnda hjá fyrirtækjum, sem skylt er að hafa slíkar nefndir samkvæmt lögum.  Nefndarmenn verða spurðir m.a. um hlutverk, verkefni, starfshætti, samskipti samsetningu nefnda og fleira. Nýta má niðurstöðurnar við að þróa góða viðskiptahætti í stjórnum fyrirtækja. Gögn eiga að verða samanburðarhæf við erlendar skýrslur um sama efni.