Golfinu aflýst - Meistaramót FLE 16. ágúst

Kæru FLE golffélagar

Því miður þá er þátttaka í golfmóti FLE 2022 undir væntingum. Við í nefndinni höfum ákveðið að slá mótið af ☹ en munum reyna aftur að ári. Kv. Rannveig, Auðunn og Sveinbjörn
.......

Nýtt golfsumar er hafið og kylfingar FLE farnir að sveifla kylfum. Það er því ekki seinna vænna en að skella í golfmót þar sem árangur æfinga, útivist og samvera fer saman. Í fyrra var haldið vel sótt mótt á Akranesi þar sem Svavar Stefánsson stóð uppi sem golfmeistari FLE. Nú er spurning hvort hann geti varið titilinn og haldið bikarnum góða sem er mikið stofustáss.

Mótið fer fram í þrítugasta og áttunda sinn þriðjudaginn 16. ágúst 2022 á Öndverðarnesvelli hjá golfklúbbi Öndverðarness í Grímsnesi. Við höfum tryggt rástíma frá kl. 13:30.

Leikfyrirkomulag mótsins er þannig að keppt verður í einum flokki í punktakeppni þar sem þátttakendur fá að hámarki í forgjöf 24 (karlar) og 28 (konur). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og mun sigurvegarinn teljast Golfmeistari FLE árið 2022.

Kylfingar í stéttinni eru hvattir til að taka þátt og tilkynna þátttöku til Rannveigar, rkristinsdottir@ccep.com sem fyrst og eigi síðar en á hádegi fimmtudaginn 4. ágúst (nafn og kennitala), Golfboxið verður notað til að halda utan um mótið. Eftir mótið þá verður borðað saman í veitingaskála vallarins, farið yfir höggin, golftilþrifin og verðlaun afhent. Mótsgjald er áætlað 6.000 kr. og veitingar eru greiddar af hverjum og einum.

Maður er manns gaman, endilega mætið til leiks konur og karlar! Umsjón með mótinu hafa: Rannveig Kristinsdóttir, Auðunn Guðjónsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson