Kynning á nýjum staðli fyrir lítil fyrirtæki

Hér má nálgast drög að norrænum staðli (SASE) vegna endurskoðunar lítilla fyrirtækja.  Staðallinn er samstarfsverkefni Norræna endurskoðunarsambandsins (NRF) sem samanstendur af samtökum endurskoðenda í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Noregi og á Íslandi.

Í gildi eru í dag alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar (ISA) útgefnir af alþjóðlega staðlaráðinu (IAASB).  Fram til þessa hefur krafan verið sú að þeim beri að fylgja við alla endurskoðun óháð stærð eða umfangi fyrirtækja.

NRF hefur haldið þeirri skoðun á lofti að ISA staðlarnir og þær kröfur sem þar kæmu fram tækju í raun mið af stærri fyrirtækjum sem og fyrirtækjum með flókna starfsemi. Við erum sannfærð um að endurskoðun lítilla fyrirtækja sé mikilvæg og því þörf fyrir endurskoðunarstaðal sem tekur mið af þeim.

Eftir að hafa átt fundi og samtöl með IAASB þar sem skipst var á skoðunum varð niðurstaðan sú að NRF hóf vinnu í ársbyrjun 2014 að norrænum staðli vegna endurskoðunar lítilla fyrirtækja.  Settir voru upp vinnuhópar í hverju Norðurlandanna fyrir sig sem og norrænn stýrihópur til að hafa yfirumsjón með verkefninu.

Drög að staðlinum (SASE) hefur nú litið dagsins ljós og er hann meðfylgjandi ásamt samnorrænu kynningarbréfi sem lýsir nánar aðdraganda og tilgangi staðalsins. Hér má nálgast spurningar og svör um staðalinn.

Óskað er eftir viðbrögðum  fyrir 19. október  frá umsagnaraðilum við framlögðum spurningum (sjá bls. 3 í meðfylgjandi kynningarbréfi) og hvað annað er varðar staðalinn.

“This Exposure Draft of the Nordic Standard for Audits of Small Entities includes copyrighted content from the International Standards on Auditing of the International Auditing and Assurance Standards Board, published by the International Federation of Accountants (IFAC) in September 2014 and is used with permission of IFAC.  Source:  Handbook of International Quality Control, Auditing, Review, Other Assurance, and Related Services Pronouncements ISBN: 978-1-60815-185-1”