Kynning á störfum endurskoðenda
02.12.2025
Amelía Björt Hjaltadóttir og Arnar Páll Unnarsson, nemendur í 10. bekk ásamt Elínu Hönnu stjórnarformanni FLE.
Nú í nóvember var haldin starfamessa í Kársnesskóla þar sem foreldrum barna í skólanum var boðið að koma og kynna starfið sitt fyrir elstu árgöngum skólans.
Nágrannarnir á Kársnesinu, Unnar Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri FLE og Elín Hanna Pétursdóttir stjórnarformaður félagsins, mættu til leiks og upplýstu krakkana um störf endurskoðenda og sátu fyrir svörum. Það er aldrei að vita nema þarna hafi leynst nokkrir framtíðarendurskoðendur.
