Meistaramót FLE í golfi 2021

Áhugi á golfíþróttinni hefur aukist mikið undanfarið og má reikna með að endurskoðendur hafi ekki látið sitt eftir liggja við að sveifla golfkylfunum!

Nú er stefnt að því að sjá árangur æfinganna og henda í golfmót, en það hefur fallið niður síðustu ár og var síðast haldið 2017. Mótið fer fram í þrítugasta og sjöunda sinn þriðjudaginn 17. ágúst 2021 á Garðavelli hjá golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Við höfum tryggt rástíma frá kl. 13:00.

Leikfyrirkomulag mótsins er þannig að keppt verður í einum flokki í punktakeppni þar sem þátttakendur fá að hámarki í forgjöf 24 (karlar) og 28 (konur). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og mun sigurvegarinn teljast Golfmeistari FLE árið 2021.

Kylfingar í stéttinni eru hvattir til að taka þátt og tilkynna þátttöku til Rannveigar, rkristinsdottir@ccep.com sem fyrst og eigi síðar en á hádegi fimmtudaginn 5. ágúst (nafn og kennitala), Golfboxið verður notað til að halda utan um mótið. Eftir mótið þá verður borðað saman í veitingaskála vallarins, farið yfir höggin, golftilþrifin og verðlaun afhent.

Mótsgjald er áætlað 6.000 kr. og veitingar eru greiddar af hverjum og einum. Maður er manns gaman, endilega mætið til leiks konur og karlar!

Bestu kveðjur,
Rannveig Kristinsdóttir, Auðunn Guðjónsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson