Námsstyrkja- og rannsóknarsjóður FLE veitir styrk

Formaður FLE, Margrét Pétursdóttir, Ásgeir B. Torfason og Sigurjón G. Geirsson undirrita samning um …
Formaður FLE, Margrét Pétursdóttir, Ásgeir B. Torfason og Sigurjón G. Geirsson undirrita samning um styrk.

Námsstyrkja- og rannsóknarsjóður FLE hefur skuldbundið sig  til að styrkja HÍ vegna rannsóknarverkefnis um gæði reikningsskila og mikilvægra forsenduþátta fyrir gæðum endurskoðunar  sem Ásgeir B Torfason og Sigurjón G. Geirsson standa að. Heildarfjárhæð styrksins er tvær milljónir. Samningurinn var undirritaður af formanni FLE, Margréti Pétursdóttur og styrkþegum í dag. 

Markmið Námsstyrkja- og rannsóknarsjóðsins er að: 

• Styrkja bóklega menntun endurskoðenda með því að veita ýmist styrki til einstaklinga sem stunda framhaldsnám í endurskoðun og reikningsskilum eða styrkja stofnanir sem standa fyrir slíku námi.
• Veita styrki til eflingar rannsókna á sviði reikningshalds og endurskoðunar í þeim tilgangi að efla faglega umræðu um efnið, viðhalda og auka faglega þekkingu endurskoðenda eða styrkja rannsóknir sem snerta beint hagsmuni FLE eða lögbundið hlutverk þess.

Verkefni þeirra byggist á rammaumgjörð Alþjóðlega staðlaráðsins (IAASB) um gæði endurskoðunar. Einnig verður byggt á skilgreiningum IFAC á hlutverki og ábyrgð þeirra ólíku aðila sem mynda keðju sem ætlað er að tryggja að fjárhagsupplýsingar séu áreiðanlegar, nýtist við ákvarðanatöku og gefi rétta mynd af fjárhagsstöðu og rekstrarhæfi fyrirtækja. Markmiðið er að nýta umgjörð IAASB um gæði endurskoðunar og skilgreiningar IFAC um þætti sem áhrif geta haft á gæði reikningsskila og rannsaka í ljósi íslenskra aðstæðna. Á grundvelli rannsóknarinnar verður tekið saman efni sem nýtt verður í kennslu á háskólastigi hérlendis.