Nemakönnun og löggildingarpróf

Könnun var gerð fyrir stjórn FLE sem er að meta hvað búast megi við mikilli  þátttöku í löggildingarpróf á næstu 3-5 árum og hvaða álit fólk hefur á fyrirkomulagi prófa. Þá er stjórnin ennfremur að velta fyrir sér nemaaðild sem FLE býður upp á með það í huga hvort og hvernig auka megi hana og bæta.

Könnunin  sem stóð frá fimmtudegi 28. mars til föstudags 5. apríl, náði til 135 nema á skrá sem félagið heldur fyrir Endurskoðendaráð, þar af eru 25 sem hafa nemaaðild að FLE. Niðurstöður eru byggðar á svörum frá 104. Hér má nálgast helstu niðurstöður könnunarinnar.  Félagið mun fylgja niðurstöðunum eftir eins og hægt er til að fá sem besta tilhögun á prófmálum. 

Löggildingarprófið í ár verður samkvæmt prófstjóra dagana 7. og 9. október.