Persónuverndarstefna FLE

FLE hefur sett sér persónuverndarstefnu til samræmis við lög nr. 90/2018 og reglur um persónuvernd. Félaginu er umhugað um friðhelgi einkalífs og kappkostar að vernda persónuupplýsingar. Í þessari persónuverndarstefnu kemur fram hvernig við umgöngumst þær persónuupplýsingar sem við geymum og hvaða réttindi tengjast þeim.

Félagið fékk ráðgjafa til liðs við sig sumarið 2018. Farið var í ítarlega vinnu og m.a. gerð vinnsluskrá þar sem tilteknar voru allar vinnslur sem fara fram, lýsing á kerfum, ábyrgðaraðili, tegund gagna, tilgangur og grundvöllur vinnslu, Þjónustuaðili, hýsing, aðgangsstýring, öryggisráðstafanir og fleira. Þegar þeirri vinnu lauk þá var farið í að móta stefnu félagsins sem nú hefur litið dagsins ljós og er aðgengileg hér. 

Ennfremur fór félagið í ítarlega vinnu við að gera eyðingaráætlun gagna og verður henni framfylgt á næstu mánuðum samkvæmt verkefnaáætlun þar að lútandi.