Ráðherra skipar reikningsskilaráð

Þann 28. desember sl. skipaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fulltrúa í reikningsskilaráð en samkvæmt 118. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skal ráðherra skipa fimm sérfróða menn til fjögurra ára í senn í reikningsskilaráð. FLE tilnefndi einn af þessum fimm fulltrúum, en Viðskiptaráð Íslands, Ársreikningaskrá og samstarfsnefnd háskólastigsins skipuðu aðra þrjá og einn var skipaður af ráðherra án tilnefningar. Skipað var í ráðið til næstu fjögurra ára. Félagið fagnar því að ráðið skuli loks skipað - hálfu ári eftir að lögin voru samþykkt, því mörg brýn úrlausnarefni bíða umfjöllunar þess. 

Eftirfarandi voru skipaðir í ráðið:

Aðalsteinn Hákonarson, formaður
Elín Hanna Pétursdóttir, endurskoðandi
Sigurjón Geirsson, endurskoðandi
Signý Magnúsdóttir, endurskoðandi
Unnar Friðrik Pálsson, endurskoðandi