Rannsókn fyrir FLE

Á dögunum samþykkti námsstyrkja- og rannsóknasjóður FLE umsókn frá Valdimari Sigurðssyni sem er doktor í markaðsfræðum og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Eitt að markmiðum sjóðsins er að styrkja rannsóknir sem snerta beint hagsmuni FLE eða lögbundið hlutverk þess. Umsókn Valdimars var samþykkt og nemur styrkurinn 4,0 millj. kr. Markmiðið með rannsókn Valdimars er þríþætt, í fyrsta lagi að skoða hvernig laða megi að ungt fólk til endurskoðunarstarfa, hvernig best sé að halda í hæfileikaríkt fagfólk í stéttinni og loks hvernig við kynnum störf endurskoðenda fyrir almenningi og stuðlum að jákvæðri ímynd starfsins og félagsins. Á endurskoðunardegi FLE þann 24. maí mun Valdimar fjalla um rannsóknina sem mun ljúka með skýrslu þar sem helstu niðurstöður verða kynntar en niðurstöður einstakra efnisþátta munu verða kynntar á morgunkornum og námskeiðum eftir því sem rannsókninni vindur fram. Ætlunin er svo að félagið nýti sér niðurstöður rannsóknarinnar í áframhaldandi vinnu við mörkun og markaðssetningu á stéttinni.