Sextán nýir löggiltir endurskoðendur
28.11.2025
Í vikunni voru niðurstöður löggildingarprófa birtar og munu sextán einstaklingar hljóta löggildingu til endurskoðunarstarfa við hátíðlega athöfn nú í desember. Það er ánægjulegt að segja frá því að þetta er veruleg fjölgun miðað við síðustu ár og t.a.m. tvöfalt fleiri sem luku prófunum þetta ár en í fyrra en þá voru nýir löggiltir endurskoðendur átta talsins. FLE sendir bestu hamingjuóskir til þeirra sem luku prófunum í ár og bætast í hóp endurskoðenda innan örfárra daga.
