Skattadagur 2013 - 18. janúar

Skattadagur 2013 verður haldinn með hefðbundnu sniði 18. janúar á Grand hóteli kl. 8:30-12:30. SKRÁ MIG HÉR. Ráðstefnustjóri verður Anna Sif Jónsdóttir endurskoðandi.

Skattadagur 2013 verður haldinn með hefðbundnu sniði 18. janúar á Grand hóteli kl. 8:30-12:30.SKRÁ MIG HÉR. Ráðstefnustjóri verður Anna Sif Jónsdóttir endurskoðandi. Ráðstefnan hefst með því að Sigurður Páll Hauksson formaður FLE segir nokkur orð, síðan fjallar Vala Valtýsdóttir um nýlegar breytingar á skattalögum og Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá RSK um skattlagningu starfsmanna sem vinna erlendis á vegum íslenskra fyrirtækja. Að kaffihléi loknu fjallar Páll Kolbeinsson um skattatölfræði og Páll Skúlason um réttlætingu skattlagningar og ráðstefnunni lýkur með því að Kristján Gunnar Valdimarsson fer yfir nýlega úrskurði og dóma. Þátttökugjald er kr 22.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn þeirra en kr. 27.000 fyrir aðra. Ráðstefnan gefur 4 einingar í skatta- og félagarétti. Sjá nánari dagskrá hér.