Skil á ársreikningum sjóða eða stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá
05.08.2025
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum hefur sent tilkynningu til sjóða og stofnana þar sem minnt er á að að sjóðum og stofnunum sem starfa á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt sérstakri skipulagsskrá, með síðari breytingum, og ekki stunda atvinnurekstur skv. lögum nr. 33/1999 um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, ber að skila árituðum ársreikningi fyrir árið 2024 til Sýslumannsins á Vestfjörðum í síðasta lagi 31. ágúst 2025.
Skila ber ársreikningi í netfangið sjodir@syslumenn.is
Tilkynninguna má nálgast hér.