Skil á framtölum og ársreikningum

Í gær sendi ríkisskattstjóri félaginu bréf um skil atvinnumanna á skattframtölum viðskiptamanna 2024 og var bréfið áframsent til félagsmanna (sjá bréf hér). Helstu atriði eru eftirfarandi:

 

Skilafrestir framtala

  • Einstaklingar með og án atvinnurekstur með jöfnum hætti á tímabilinu 1. mars til 15. apríl.
  • Stærri lögaðilar með veltu yfir 600 millj. kr. og eignir yfir 300 millj. kr.með jafnri dreifingu frá 1. Febrúar til 31. maí.
  • Minni lögaðilar undir framangreindum stærðarmörkum með sem jafnastri dreifingu frá 1. febrúar til 30. september. Hámark skila í júlí og ágúst er 40% og 20% í september.

 

Breyting á fyrirkomulagi skilalista til Skattsins

Það er ánægjulegt að segja frá því að breyting var gerð frá fyrri árum hvað varðar skilalista á þann veg að nú þarf ekki að tilgreina fyrir hvaða tilteknu lögaðila ætlunin er að skila skattframtali í hverjum mánuði heldur þarf í skilalistanum eingöngu að veita upplýsingar um þá lögaðila sem eru í viðskiptum við viðkomandi og skilað verður fyrir. Frestur til að skila útfylltum skilalista er 1. apríl.

 

Skil á ársreikningum

Í bréfi Skattsins er vakin athygli á mikilvægi þess að staðin séu skil á ársreikningum til ársreikningaskrár með rafrænum hætti og innan lögboðins skilafrests. Minnt skal á að að lögboðinn skilafrestur er eigi síðar en mánuði eftir samþykkt ársreiknings og samstæðureiknings, ef við á, þó eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs, sem er þá 31. ágúst fyrir félög sem eru með almanaksárið sem reikningsár. Örfélög sem nýta sér heimild til að skila Hnappsreikningi er lokadagur skila 30. september. Það þarf hins vegar að gæta að því að ársreikninga félaga með skráð hlutabréf eða skuldabréf skal senda til ársreikningaskrár þegar eftir samþykki þeirra og eigi síðar en fjórum mánuðum eftir lok reikningsárs. Sama gildir um ársreikninga félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum samkvæmt heimild í 92. gr. laga um ársreikninga.