Stefán fær riddarakrossinn

Frá athöfninni á Bessastöðum. Myndina tók Gunnar G. Vigfússon
Frá athöfninni á Bessastöðum. Myndina tók Gunnar G. Vigfússon

Stefán Svavarsson endurskoðandi, fékk riddarakross fyrir framlag sitt til þróunar endurskoðunar og reikningsskila. Hann var í hópi þeirra tólf Íslendinga sem forseti sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á þjóðhátíðardeginum 17. júní 2016. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem veitt er viðurkenning af þessum toga fyrir störf í þágu endurskoðunar og reikningsskila.

Stefán hefur í gegnum árin kennt stórum hópi endurskoðendum bæði á háskólastigi svo og á fjölmörgum námskeiðum og ráðstefnum á vegum félagsins. Félagið óskar honum og fjölskyldu hans til hamingju með verðskuldaðan heiður og megi hann vel njóta.