Stjórnarmyndir hefð hjá FLE

Í fundarherbergi FLE eru myndir af stjórnum fyrri ára(tuga).
Í fundarherbergi FLE eru myndir af stjórnum fyrri ára(tuga).

Í gegnum árin hefur myndast sú hefð að taka mynd af hverri stjórn félagsins og hengja upp á vegg í fundarherbergi félagsins. Í ár er myndin mjög ólík þeim fyrri. Myndin er lýsandi fyrir það sem heimurinn hefur verið að berjast við allt árið 2020 og baráttan heldur áfram. Það sem er skemmtilegt við myndina af núverandi stjórn er að það sést að þau eru öll brosandi á bak við grímurnar, maður sér það í augum þeirra.