Styrkir veittir í doktorsnám og rannsóknir

Sitjandi frá vinstri: Páll Ríkharðsson, H.Ágúst Jóhannesson formaður FLE, Einar Guðbjartsson. Standa…
Sitjandi frá vinstri: Páll Ríkharðsson, H.Ágúst Jóhannesson formaður FLE, Einar Guðbjartsson. Standandi: Árni Claessen og Sigurjón Geirsson

Námsstyrkja- og rannsóknasjóði FLE bárust 3 umsóknir um styrki haustið 2017. Stjórn sjóðsins tók ákvörðun um að veita þeim öllum styrki og í dag, 21. febrúar 2018 var gengið frá samningum. Sjóðurinn var stofnaður árið 2003, en fjárhagur félagsins þótti allgóður á þeim tíma. Lagði stjórn félagsins fram tillögu þess efnis að hluti fjármuna yrði varið í að treysta menntunargrundvöll endurskoðenda með því að veita styrki til framhaldsnáms í endurskoðun og reikningshaldi. Síðar var gert mögulegt að veita styrki til rannsókna á þessu sviði líka. Eftirfarandi styrkir voru veittir:

  1. Háskólinn í Reykjavík vegna doktorsnáms Árna Claessen kr. 2.574.000,-
  2. Háskóli Íslands: Ásgeir B. Torfason og Sigurjón G. Geirsson vegna rannsóknarverkefnis þar sem horft verður til þeirra upplýsinga sem fyrirtæki veita í ársreikningi og skýrslu stjórnar í afkomutilkynningum og í útboðslýsingum. Mun fjárhagslega og ófjárhagsleg viðbótar upplýsingagjöf fyrirtækjanna verða greind m.a. með hliðsjón af megininntaki viðmiða um heildstæða upplýsingagjöf fyrirtækja. Kr. 1.250.000,- 
  3. Háskólinn á Bifröst: Einar Guðbjartsson og Jón Snorri Snorrason vegna rannsóknar og öflunar gagna um viðhorf og samskipti endurskoðenda og endurskoðunarnefnda. Kr. 1.750.000