Svavar golfmeistari FLE

Golfmeistari FLE er Svavar Stefánsson
Golfmeistari FLE er Svavar Stefánsson

Vel tókst til með golfmót félagsins, sem haldið var á Garðavelli á Akranesi þann 17. ágúst og tóku 25  þátt, þar af 7 konur. Mótið var punktakeppni að þessu sinni. Veðrið var milt og gott þó að það hafi rignt lítillega á köflum. Eftir mótið fór fram verðlaunaafhending í golfskálanum. 

Það er skemmst frá því að segja að golfmeistari FLE er Svavar Gauti Stefánsson sem vann mótið á 37 punktum. Í öðru sæti var Ólafur Gunnar Sigurðsson með 36 punkta og í þriðja sæti Jóhann Unnsteinsson með 35 punkta. Í fyrsta skipti í sögu mótsins þá hafa feðgar unnið titilinn, þ.e. Svavar er sonur Stefáns Svavarssonar sem hefur áður hlotið sama titil. 

Veitt voru nándarverðlaun á öllum par 3 holum, sigurvegarar voru Stefán Svavarsson, Helga Harðardóttir, Andri Elvar Guðmundsson og Jóhann Unnsteinsson. Þá voru dregnir vinningar úr skorkortum og allir fór heim með smá glaðning eftir góðan dag.

       

Golfnefndin: Sveinbjörn, Rannveig og Auðunn           Rannveig, Sigríður Kristbjörns og Hulda.

Sveinbjörn, Auðunn, Kristófer og Sigurður Sigurgeirsson