Tiltektardagur í Reykjadal
Á þriðjudaginn síðasta var fjölmennt í sumarbúðunum í Reykjadal, í Mosfellsdal, þegar tæplega fjörtíu endurskoðendur og starfsmenn endurskoðunarstofa mættu með FLE og gerðu tilbúið fyrir opnun sumarbúðanna. Veðrið lék við hópinn þennan dag og var unnið úti og útisvæðið gert fallegt og öruggt fyrir börnin, en fyrsti hópurinn mætir í lok maí.
Meðal verkefna var að mála hjólastóla rallýbraut á bílastæðinu, lakka útihúsgögnin, þrífa glugga, reita arfa, hreinsa á milli hellna, sópa, viðra sængur og teppi og margt fleira.
Í hádeginu mætti Hamborgarabúllan með grillið og var hádegisverðurinn snæddur utandyra í góða veðrinu.
Félagsmenn og starfsfólk FLE voru sammála um að dagurinn heppnaðist einstaklega vel og erum við ánægð og hlýtt í hjartanu að geta lagt okkar af mörkum og stefnum að því að endurtaka leikinn næsta vor.