Tólf sækjast eftir embætti ríkisendurskoðanda

Tólf einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda þar af sex endurskoðendur. Það verður spennandi að sjá hver hlýtur stöðuna. 

Eftirfarandi löggiltir endurskoðendur sækja um: Birgir Finnbogason, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Jón Arnar Baldurs, Jón H. Sigurðsson, Kristrún Helga Ingólfsdóttir og Páll Grétar Steingrímsson. 

Ráðgjafanefnd verður undirnefnd forsætisnefndar til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um nýjan ríkisendurskoðanda en í embættið er kosið á þingfundi.  Sjá nánar á Vísi.is  og á vef Alþingis