Útskrift - nýir löggiltir endurskoðendur

Fríður hópur ásamt ráðherra, formanni FLE og formanni Prófnefndar ER.
Fríður hópur ásamt ráðherra, formanni FLE og formanni Prófnefndar ER.

Fimmtudaginn 12. janúar var tíu nýjum löggiltum endurskoðendum afhent löggildingin sín í boði hjá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þetta var ánægjulegur viðburður þar sem nýr ráðherra málaflokksins Þórdís Kolbrún Gylfadóttir tók til máls. Margrét Pétursdóttir formaður FLE mætti að sjálfsögðu fyrir hönd félagins til að bera fram góðar óskir til nýrra félagsmanna. Að sjálfsögðu var Árni Tómasson formaður prófnefndar þarna líka til að fylgja þeim út í sitt nýja líf sem löggiltir endurskoðendur. 

Myndin er birt með góðfúslegu leyfi ráðuneytisins.