Félag kvenna í endurskoðun 15 ára

Félag kvenna í endurskoðun (FKE) var stofnað 23. nóvember 2004 í Ráðhúsi Reykjavíkur, með það í huga að efla tengslanet kvenna sem starfa við endurskoðun. Stofnendur félagsins voru nokkrar af fyrstu kvenendurskoðendum á Íslandi, þar á meðal Erna Bryndís Halldórsdóttir sem seinna varð fyrsti heiðursfélagi FKE. Megináhersla hefur verið á að styrkja konur í endurskoðun sem sérfræðinga á sínu sviði svo þær megi eflast og blómstra í faginu. Hér að neðan eru nokkrar myndir úr félagsstarfinu. Efri myndin til hægri er tekin þegar félagið fagnaði 15 ára afmæli sínu í nóvember 2019, sú neðri er tekin í heimsókn á Bessastöðum.

stofnfélagar Í heimsókn á Bessastöðujm