Ferð FLE til Brussel - ágætis áhugi

Það virðist vera ágætis áhugi á ferð félagsins til Brussel í september en nýlega hóf Icelandair að bóka/selja flug og gistingu. Hér er slóð á hópasölusíðu Icelandair þar sem þú getur bókað/keypt flug og gistingu en kóðann hafa félagsmenn fengið sendann í tölvupósti.

Félagið kannaði áhuga fyrir ferðinni í nóvember á síðasta ári og þá tilkynntu tæplega 200 manns áhuga sinn og síðan þá hefur verið unnið að því að gera hana að veruleika. Þátttaka í áhugakönnun var þó alls ekki bindandi og er ferðinn opin fyrir alla félagsmenn. Þá er hægt að finna frekari upplýsingar um ferðatilhögun og dagskrá hér.