Fjölgar í hópi löggiltra endurskoðenda

Efri röð frá vinstri: Ísak, Steina, Hrund og Harpa Theódórsdóttir. Neðri röð frá vinstri, Oddur, Þór…
Efri röð frá vinstri: Ísak, Steina, Hrund og Harpa Theódórsdóttir. Neðri röð frá vinstri, Oddur, Þórdís Kolbrún ráðherra, Ingibjörg og Daníel. Mynd Ása Kristbjörg Karlsdóttir

Í gær, 11. janúar, fengu sex nýir endurskoðendur löggildingu sem slíkir, við athöfn í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti löggildinguna í hófi sem ráðuneytið hélt. Félagið fagnar nýjum endurskoðendum og býður þá velkomna í félagið. Viðstaddir auk þeirra voruaðstandendur, ráðherra, formaður FLE, H. Ágúst Jóhannesson sem flutti stutt ávarp og Harpa Theodórsdóttir sem sér um málefni endurskoðenda hjá ráðuneytinu. Eftirfarandi fengu löggildingu:

Daníel Jón Guðjónsson hjá PwC
Hrund Hauksdóttir, BDO
Ingibjörg Ester Ármannsdóttir, KPMG
Ísak Gunnarsson, Ernst & Young
Oddur Ás Garðarsson, Deloitte
Steina Dröfn Snorradóttir, Deloitte