FLE styrkir doktorsnám í HR

Þann 14 september síðast liðinn var sá tímamóta viðburður í sögu Félags löggiltra endurskoðenda að undirritaður var samningur milli Námsstyrkjasjóðs FLE og Háskólans í Reykjavík um styrk vegna doktorsnáms Markúsar Ingólfs Eiríkssonar í reikningshaldi.

Þann 14 september síðast liðinn var sá tímamóta viðburður í sögu Félags löggiltra endurskoðenda  að undirritaður var samningur milli Námsstyrkjasjóðs FLE  og  Háskólans í Reykjavík um styrk vegna doktorsnáms Markúsar Ingólfs Eiríkssonar í reikningshaldi.  Heildarfjárhæð styrksins er kr 9.000.000 og er hann veittur til þriggja ára.  Doktorsverkefni Markúsar fjallar um það hvernig farið hefur verið með viðskiptavild í reikningshaldi íslenskra félaga og afleiðingar þess.

Þetta er í fyrsta sinn sem veittur er styrkur úr námsstyrkjasjóði félagsins og sérstaklega ánægjulegt að það skuli bera upp á afmælisár félagsins, en félagið er 75 ára á þessu ári.

Það er von og ósk Félags löggiltra endurskoðenda að þess styrkur hvetji aðra til dáða sem hyggja á frekara nám á sviði endurskoðunar og reikningshalds og efli og styrkja bóklega menntun endurskoðenda og þeirra sem að reikningshaldi koma. Félagið bindur miklar vonir við að það verði faginu og stéttinni til framdráttar svo og viðskiptalífinu á Íslandi. Hér að neðan má sjá Þóri Ólafsson, formann FLE, Friðrik Má Baldvinsson forseta viðskiptadeildar HR undirrita samninginn og styrkþegann Markús Ingólf Eiríksson.