Fullur salur á Endurskoðunardeginum

Morten Speitzer
Morten Speitzer
Húsfyllir var á Endurskoðunardeginum en þá flykktust endurskoðendur víða af á landinu til að fylgjast með því sem efst er á baugi í faginu.

Húsfyllir var á Endurskoðunardeginum en þá flykktust endurskoðendur víða af á landinu til að fylgjast með því sem efst er á baugi í faginu. Ferskir vindar komu frá Danmörku þegar Morten Speitzer formaður danska endurskoðendafélagsins flutti erindi um nýja áritun "Extended review". Danir eru fyrstir þjóða til að innleiða í lög könnunaráritun byggða á ISRE 2400, en með viðbótarkröfum sem gerir það að verkum að þeir telja sig geta veitt jákvæða staðfestingu (positive assurance) í stað neikvæðrar eins og venjuleg könnunaráritun gerir ráð fyrir. Þessi áritun er fyrst og framst hugsuð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, í stað fullrar endurskoðunar eins og alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar gera ráð fyrir.

Auk Mortens þá fjallaði Erik Bjarnason endurskoðandi hjá CCP hf um könnun á ársreikningi og aðstoð við óendurskoðuð reikningsskil og Jón Rafn Ragnarsson endurskoðandi hjá Deloitte ehf um endurskoðun á tengdum aðilum. Einnig flutti Guðrún Johnsen lektor við HR, fyrirlestur um mikilvægi endurskoðunar fyrir atvinnulífið og Gunnar Egill Egilsson lögmaður hjá Nordik Legal ræddi lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka. Félagsmenn geta nálgast glærur frá Endurskoðunardeginum fljótlega eftir helgi á innri vef félagsins.