Fyrsti ársreikningur FLE

Fyrsti ársreikningurinnÞað finnst ýmislegt í geymslu félagsins sem stofnað er í júlí 1935 og gaman er að glugga í samanber þessi fyrsti ársreikningur félagsins. Ársreikningurinn er einfaldur þ.e. tekjur og gjöld sem samanstendur af innborgunum og útborgunum. Undir ársreikninginn, sem er dagsettur 24. júní 1936, skrifar stjórn og svo er auðvitað áritun endurskoðandans sem hljóðar þannig:

"Ofanskráðan reikning hefi ég endurskoðað og ekkert fundið að athuga."

Og svo skrifar endurskoðandinn undir - sýnist það vera G. E. Nielsen. Hér er ekkert verið að flækja hlutina, bara sagt það sem þarf.  Það er svo ekki fyrr en um 1950 sem ársreikningurinn fer að snúast annars vegar um rekstarreikning og hins vegar efnahagsreikning.