Góð þátttaka í síðasta námskeiði ársins

Á síðasta námskeiði ársins er umfjöllunarefnið: Ársreikningar, skil og framtíðarsýn og svo áhersluatriði í eftirliti.
Námskeiðið er haldið á Grand hóteli og gátu menn valið um að mæta í sal eða fylgjast með í rauntíma streymi. Fjöldi manns fylgdist með streyminu en nokkrir hugdjarfir endurskoðendur mættu í salinn og fengu umfjöllunarefnið beint í æð. Halldór Pálsson sem er í forsvari fyrir Ársreikningaskrá hjá Skattinum fór yfir efnið.

   
Að jafnaði fylgdust um 100 manns með streyminu en félagsmenn hafa tekið  rafrænum námskeiðum fagnandi og á meðan Covid hefur haldið þjóðinni í Heljargreipum, hafa félagar okkar nýtt tímann vel, ekki bara í vinnu heldur líka í endurmenntun.