Hólmgrímur er nýr formaður félagsins

Nýr formaður FLE, Hólmgrímur Bjarnason
Nýr formaður FLE, Hólmgrímur Bjarnason

Aðalfundur FLE var haldinn á Hótel Reykjavík Nordica hótelinu, föstudaginn 5. nóvember síðastliðinn. Aðalfundurinn fór fram í samræmi við samþykktir félagsins, gerð var grein fyrir starfsemi þess, ársreikningum og kosið var í stjórn og nefndir. Fátt bar til tíðinda utan hefðbundinna aðalfundarstarfa nema Árni Tómasson flutti ræðu þar sem hann brýndi nýja stjórn til að berjast meira og afdráttarlaust fyrir hagsmunum félagsmanna og var gerður góður rómur að máli hans.

Formaður félagsins var kosinn Hólmgrímur Bjarnason, endurskoðandi hjá Deloitte á Akureyri, Hlynur Sigurðsson hjá KPMG er nýr varaformaður og þeir Sighvatur Halldórsson hjá PwC og Eymundur Sveinn Einarsson hjá Endurskoðun og ráðgjöf eru nýir meðstjórnendur, en Ingunn H. Hauksdóttir hjá EY situr áfram í stjórn. FLE flytur, fráfarandi formanni Bryndísi Björk Guðjónsdóttur, fráfarandi varaformanni Páli Grétari Steingrímssyni og Arnari Má Jóhannessyni ritara stjórnar, þakkir fyrir störf þeirra í þágu félagsins og óskar þeim alls hins besta.

Hólmgrímur sagði í ávarpi sínu í lok fundar, að hann væri sveitapiltur að norðan og líklega væri þetta í fyrsta sinn í sögu félagsins sem formaður hefur aðsetur á landsbyggðinni. Hann kvaðst fullur tillhökkunar að takast á við verkefni sitt og óskar félagið honum velfarnaðar í störfum sínum.