Kvennaverkfall 24. október

Konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn á morgun, föstudaginn 24. október en þá verða 50 ár liðin frá því um 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf til að undirstrika mikilvægi vinnuframlags þeirra og mótmæla kynbundinni mismunun. Kvennafrídagurinn hefur verið haldinn reglulega síðan þá. Sjá nánar hér.