Löggildingarprófið verður dagana 8. og 10. október

Varðandi prófin þá verður óbreytt fyrirkomulag, eitt próf yfir tvo daga og dagsetningar vegna prófanna eru 8. og 10. október. Prófstjóri mun auglýsa þetta nánar og hvernig skráningu verður háttað. Hann bað um að því yrði komið á framfæri að það verður prófað úr nýju reikningsskilastöðlunum IFRS 9 og IFRS 15 sem tóku gildi í upphafi þessa árs.