Margrét kosin í stjórn IFAC Alþjóðasambands endurskoðenda

Margrét Pétursdóttir stjórnarmaður í IFAC
Margrét Pétursdóttir stjórnarmaður í IFAC

FLE kynnir með stolti að Margrét Pétursdóttir, endurskoðandi hjá EY og fyrrum formaður félagsins var í dag, 2. nóvember kosin í stjórn IFAC, Alþjóðasambands endurskoðenda í Sydney í Ástralíu. Hún verður í raun fulltrúi NRF Norræna endurskoðunarsambandsins sem stóð að framboði hennar. 

Margrét er fædd 1. janúar 1968 í Reykjavík, lauk Cand. oecon. prófi frá HÍ 1999 og hlaut löggildingu árið 2003. Hún hefur lagt margt að mörkum til félagsins m.a. verið í menntunarnefnd, tekið að sér gæðaeftirlit og setið í stjórn félagsins sem varaformaður og formaður árin 2015-17. Til hamingju með embættið Margrét og megi þér vegna vel.

Hér má lesa fréttatilkynningu frá IFAC um nýjan formann og stjórn félagsins.