Mjög góð útkoma úr löggildingarprófunum

Jón Arnar Baldurs prófstjóri löggildingarprófa staðfestir að tíu af þeim fimmtán sem þreyttu prófið hafi staðist. Það er mjög hátt hlutfall þó það nái ekki síðasta prófi þar sem tíu af þrettán stóðust. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann. Af þessum tíu eru þrjár konur og er það í samræmi við samsetningu stéttarinnar í heild. Þau sem stóðust eru:

Andri Elvar Guðmundsson EY
Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir KPMG
Arnar Freyr Gíslason Deloitte
Elías Þór Sigfússon Deloitte
Elín Pálmadóttir PwC
Fríða Hrönn Elmarsdóttir BDO
Guðmundur Óli Magnússon GT, UK
Pétur Örn Björnsson KPMG
Stefán Ingi Þórisson PwC
Þór Reynir Jóhannsson PwC