Niðurstöður úr löggildingarprófinu

Félaginu bárust þær gleðilegu fréttir að sex nýir löggiltir endurskoðendur væru væntanlegir í hópinn. Prófin þreyttu að þessu sinni 11 nemar. Eins og vanalega ríkir töluverð spenna þegar von er á niðurstöðum úr löggildingarprófinu og þannig var það líka núna. Jón Arnar Baldurs, prófstjóri gaf okkur upp að eftirfarandi einstaklingar hefðu uppfyllt kröfur í prófinu og fái væntanlega löggildingu fljótlega eftir áramót.  Óskum við þeim öllum til hamingju með áfangann.

  • Daníel Jón Guðjónsson hjá PwC
  • Hrund Hauksdóttir, Deloitte
  • Ingibjörg Ester Ármannsdóttir, KPMG
  • Ísak Gunnarsson, Ernst & Young
  • Oddur Ás Garðarsson, Deloitte
  • Steina Dröfn Snorradóttir, Deloitte