Nýr formaður kosinn á aðalfundi

Hér er Ágúst nýtekinn við embætti formanns FLE með embættiskeðjuna góðu
Hér er Ágúst nýtekinn við embætti formanns FLE með embættiskeðjuna góðu

Föstudaginn 10. nóvember var kosinn nýr formaður FLE á aðalfundi félagsins, H. Ágúst Jóhannesson endurskoðandi hjá KPMG. Ágúst eins og hann er alltaf kallaður, fæddist 21. febrúar 1960 í Reykjavík, hann fékk löggildingu sem endurskoðandi árið 1999. Hann hefur síðustu árin starfað hjá BDO Endurskoðun ehf, Ernst & Young og sem löggiltur endurskoðandi hjá KPMG frá 1999 og meðeigandi frá 2001. Ágúst hefur gegnt embætti varaformanns hjá félaginu síðastliðin tvö starfsár. Félagið óskar honum til hamingju með stöðuna og býður hann velkominn til starfa, um leið og Margréti Pétursdóttur eru færðar þakkir fyrir gott framlag hennar til félagins undanfarin ár. 

Þá ber að nefna að Bryndís Björk Guðjónsdóttir endurskoðandi hjá PwC er nýr varaformaður og Anna Kristín Traustadóttir hjá E&Y var kosin meðstjórnandi til þriggja ára. Úr stjórn gekk Ljósbrá Baldursdóttir hjá PwC og er henni sömuleiðis færðar þakkir fyrir vinnu hennar í þágu félagsins.