Prófnefnd hefur auglýst löggildingarpróf

Auglýsing löggildingarpróf 2019Prófið verður að venju tvískipt, fyrri hlutinn verður mánudaginn 7. október og seinni hlutinn miðvikudaginn 9. október. Væntanlegir prófmenn skulu skila umsóknum fyrir miðvikudaginn 7. ágúst nk. til prófnefndar. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar Jóni Arnari Baldurs, Urðarbraut 9, 200 Kópavogi eða í tölvupósti á jon.a.baldurs@gmail.com.

Starfsnám sem inna þarf að hendi hjá endurskoðunarfélagi, til þess að fá próftökurétt er 3 ár (1650 vinnustundir á ári eða 4950 í heild). Ekki er gerð krafa um samfellt starfsnám. Um annað, sjá auglýsingu.