Ráðstefna HÍ um reikningsskil og endurskoðun

Ráðstefna HÍ um reikningsskil og endurskoðun 30. nóvember, 2016, kl. 14:30-17:00 Lögberg, L-101 á vegum meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun HÍ. (Master of Accounting and Auditing). Ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá:

14:30-14:40 Dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson, deildarforseti, setur ráðstefnuna

14:40-15:00 Ríkisútgjöld, fé án hirðis, hvað er til ráða?

Einar Guðbjartsson, dósent, forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun

Lögmálið “Fé án hirðis” Hver gætir að ráðstöfun skatttekna ríkissjóðs? Hvað er til ráða?

 15:00-15:20 Ríkisendurskoðun – varðhundur fjárveitingarvaldsins?

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi.

Starfsemi Ríkisendurskoðunar með tilliti til þess hlutverks sem stofnunni er ætlað samkvæmt

lögum.

15:20-15:30 Veittar verða fjórar viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur við útskrift 2016, við meistaranám í Reikningsskilum og endurskoðun. Viðurkenningarnar eru veittar á vegum Viðskiptafræðideildar og Félags löggiltra endurskoðenda.

15:30-15:50 Kaffi

15:50-16:10 Er hægt að fara betur með annara manna fé?

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, varaformaður fjárlaganefndar.

Hvað geta (hafa) Alþingi og fjárlaganefnd gert í þessum efnum.

16:10-16:30 Fjárheimildir stjórnvalda

Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild.

Lagareglur sem lúta að fjárheimildum stjórnvalda.

Hvaða þýðingu hafa fjárlög og hvaða þýðingu hefur það ef þeim er ekki fylgt?

16:40-17:00 Pallborðsumræður og ráðstefnuslit