Ragnar golfmeistari FLE árið 2013

Ragnar Gíslason endurskoðandi er golfmeistari FLE árið 2013. Meistaramót FLE fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ 20. september og áttust tvær konur og sautján karlar við í drengilegri keppni.

Ragnr Gíslason golfmeistari FLE 2013Ragnar Gíslason endurskoðandi er golfmeistari FLE árið 2013.  Meistaramót FLE fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ 20. september og áttust tvær konur og sautján karlar við í drengilegri keppni. Það viðraði vel til golfiðkunar í mildu haustveðrinu að afloknum reikningsskiladegi félagsins.

Keppt var til verðlauna í fjórum flokkum. Sá keppandi sem telst vera með lægsta skor með forgjöf fær farandbikar sem golfmeistari FLE. Þetta árið var það Ragnar Gíslason sem var með lægsta nettóskor 71 högg og telst hann því golfmeistari FLE árið 2013