Skipað í nýtt Endurskoðendaráð

Ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra hefur skipað í nýtt Endurskoðendaráð frá 1. janúar 2020 til næstu fjögurra ára, samanber ákvæði 34. gr. laga um endurskoðendur nr. 94/2019. Hlutverk ráðsins er að hafa eftirlit með því að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur, siðareglur og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda.

Endurskoðendaráð er þannig skipað:

Aðalmenn: 

Áslaug Árnadóttir, formaður

Hildur Árnadóttir 

Jón Arnar Baldurs

Varamenn

Jónína Sigrún Lárusdóttir, varaformaður

Jóhann Gunnar Jóhannsson

Birgir Grétar Haraldsson