Skýrsla um störf endurskoðendaráðs á árinu 2024

Á heimasíðu endurskoðendaráðs er að finna skýrslu um störf ráðsins á árinu 2024. Í skýrslunni er fjallað um verksvið ráðsins sbr. VIII. kafla laga nr. 94/2019, gæðaeftirlit 2024, endurmenntun, starfsábyrgðartryggingar og margt fleira. Jafnframt er í skýrslunni að finna nokkuð ítarlega umfjöllun vegna áritunar ríkisendurskoðanda á ársreikninga Isavia ohf., Íslandspósts ohf. og Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. en sem kunnugt er hefur ríkisendurskoðandi ekki fengið löggildingu til endurskoðunarstarfa. Í umfjöllunni kemur m.a. fram að endurskoðendaráð telji að skylt sé lögum samkvæmt að endurskoðun á ársreikningum framangreindra fyrirtækja sé framkvæmd af löggiltum endurskoðanda og að í júní 2024 hafi endurskoðendaráð vísað meintum brotum ríkisendurskoðanda til lögreglu til opinberrar rannsóknar.